Moodle-hjálp Reykjavíkurborgar

Leiðbeiningar

Moodlehjalp.reykjavik.is – Leiðbeiningar um Moodle. Athugið kaflar um skráningu nemenda í Moodle og Moodle-umsjón í skólum miðast fyrst og fremst við MoodleGrunnskólanna hjá Reykjavíkurborg.

Ardleigh Green vefur Reykjavíkurborgar

Ardleigh Green vefurinn

Síðastliðin ár hafa nokkrir skólar í Reykjavík verið í samstarfi við Ardleigh Green Junior School í Englandi og skólastjórann John Morris. Efni frá Ardleigh Green Junior School í Englandi, m.a.

  • þýdd og staðfærð verkefni
  • upptökur um námsmat - leiðsagnarmat
  • upptökur úr kennslustundum frá maí 2013
Opið námsefni í Moodle Reykjavíkurborgar

Opið efni í Moodle

Í RVK Moodle er í boði opið námsefni, verkefni, próf o.fl. sem kennurum er heimlt að fá afrit af, að hluta eða öllu. Efnið er hægt að kynna sér í hlutverki nemanda. Aðstoð er veitt með uppsetningu efnisins í Moodle viðkomandi skóla ef þörf krefur (utr@reykjavik.is). Meðal námsefnis í boði er:

  • Danska - Anna María Þorkelsdóttir
  • Samfélagsfræði - Ágúst Tómasson
  • Stærðfræði - Ágúst Benediktsson
Moodle-umsjón í skólum

Moodle-umsjón í skólum

Í hverjum grunnskóla er aðili sem hefur réttindi í Moodle til að setja upp áfanga, lesa notendur inn í kerfið, gefa nemanda nýtt lykilorð o.fl. Sjá nánar kafla undir Moodle-umsjón á moodlehjalp.reykjavik.is. Einnig er hægt að leita aðstoðar með því að senda tölvupóst á utr@reykjavik.is.

Aðstoð vegna Moodle

Aðstoð vegna Moodle

Til að fá aðstoð með Moodle eða til að fá nánari upplýsingar um það sem er hér á síðunni, vinsamlegast sendið tölvupóst á utr@reykjavik.is

Verkfærin í Moodle

Verkfærin í Moodle

Uppsett sýnishorn af ýmsu því sem Moodle býður upp á t.d. próf með ólíkum gerðum spurninga, mismunandi tegundir umræðna, skilaverkefni, söfn o.fl. Með því að skrá sig inn í RVK Moodle og smella á innritaðu mig í áfangann er hægt að prófa verkefnin í hlutverki nemanda. Ef þú ert ekki með notandanafn skráðu þig þá inn með notandanafninu: nemandi og lykilorðinu: Moodle1, með því kemstu í hlutverk nemanda.

Námsáætlun í Moodle

Námsáætlun

Tilbúið form sem kennari getur notað sem grunn fyrir námsáætlun. Í námsáætluninni eru síðurnar almennar upplýsingar, kennari, kennslusýn, inntak og markmið, hæfniviðmið, lesefni, tímaáætlun, námsmat, einkunnir, stefna og reglur og námsvenjur . Einfalt er að eyða, bæta við eða endurnefna síður.