Athugið! 

Ágætu kennarar,

Grunnskólar Reykjavíkur hafa eignast annan Moodle-vef. Slóðin á hann er: moodle16.reykjavik.is

Áfangar grunnskóla Reykjavíkur eru fluttir af þessum vef yfir á nýjan Moodle-vef
Allar beiðnir um flutning áfanga og námsgagna af þessu Moodle yfir á hið nýja hafa verið afgreiddar. Ef enn eru áfangar hér á netnam.reykjavik.is sem nota á áfram, vinsamlegast sendið þá beiðni um flutning á netfangið moodle@reykjavik.is sem allra fyrst. Í beiðninni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar: Skóli, heiti áfanga og nafn kennara. Einnig er hægt að senda beiðni um uppsetningu á nýjum tómum áfangavef.

Notandanafn og lykilorð í nýja Moodle
Tölvupóstur var sendur til kennara þann 12. ágúst sl. með innskráningarupplýsingum í nýtt Moodle (moodle16.reykjavik.is). Svo virðist vera sem sumir hafi ekki fengið þennan póst. Til að skrá sig inn í moodle16.reykjavik.is þarf að nota nýtt notandanafn (það sama og notað er í tölvur skólanna) og til að fá lykilorð er fljótlegast að smella á „Glatað lykilorð“ neðst í innskráningarreit, sjá nánari upplýsingar.

Grunnskólar utan Reykjavíkur
Grunnskólar utan Reykjavíkur hafa áfram aðgang að netnam.reykjavik.is enn um sinn, en þar sem kerfið er óstöðugt verður lögð áhersla á að koma upp öðru nýju Moodle-kerfi fyrir þá.

F.h. Moodle-teymis,
Kristbjörg Olsen

krakkar að skoða spjaldtölvu

Námsvefur grunnskóla